Kvikmyndin Man Mites Dog í leikstjórn Rémy Belvaux, André Bonzel og Benoît Poelvoorde frá árinu 1992 fjallar um fjöldamorðingja sem er eltur af kvikmyndatökuliði. Tökuliðið fylgir manninum eftir og sogast smátt og smátt inn í atburðarásina þar sem maðurinn fer um og drepur það sem honum sýnist. Maðurinn er leikinn af Benoît Poelvoorde og er góður í hlutverki sínu sem algjörlega siðlaus morðingi.
Myndin er fyrst og fremst skrýtin en þó ekki á slæman hátt. Hú fær mann einhvern veginn til þess að hrífast með og lætur manni svo líða illa fyrir það með hrottalegu nauðgunaratriðinu í endann. Frekar góð mynd sem skilur klárlega eitthvað eftir sig.
Góður punktur. Það er klárlega eitt meginmarkmiðið í myndinni að sýna hvernig tökuliðið hrífst með Ben og sekkur dýpra og dýpra, og ef til vill að draga áhorfandan með.
ReplyDelete3 stig + mæting.