Sunday, January 31, 2010

This is it!


This is it fjallar um undirbúning fyrir tónleikaröð sem Michael Jackson ætlaði að halda rétt áður en hann lést seinasta sumar. Myndefnið sýnir æfingar hjá bæði dönsurum og Michael sjálfum og var tekið upp fyrir Michael sjálfan fyrir persónulegt safn hans.

Ég hafði mjög gaman af því að horfa á myndina enda Michael Jackson mikill meistari. Hann lagði gríðarlega vinnu í þessa tónleika og sést í myndinni hversu ótrúlegir þeir hefðu orðið ef hann hefði ekki látist svo snögglega. Það er frábært að sjá hann flytja sín þekktustu lög "live" og dansa með enda bæði einn besti söngvari og dansari sem um ræðir.

This is it er án efa skylduáhorf fyrir aðdáendur Jacksons en aðrir ættu alls ekki að láta hana framhjá sér fara.

1 comment: