Sunday, February 28, 2010

Up in the Air


Up in the Air fjallar um Ryan Bingham (George Clooney), mann sem hefur það að atvinnu að reka fólk. Bingham vinnur fyrir fyrirtæki sem sérhæfir sig í brottrekstri starfsmanna fyrir forstjóra sem eru of miklar skræfur til að gera það sjálfir. Bingham er sá besti í sínu starfi og flýgur út um öll Bandaríkin til að sinna því á milli þess sem hann flytur fyrirlestra um það hvernig hægt sé að ferðast án fyrirhafnar. Einn daginn er hann þó kallaður inn og sýnt framtíðina í bransanum, brottrekstur starfsmanna gegnum internetið, sem er hannað af nýliðanum Natalie Keener (Anna Kendrick). Bingham líst ekkert á þetta og bíðst til þess að sýna Keener hvað starfið hans snýst um. Myndin fjallar svo um ferð Binghams og Keener um Bandaríkin þar sem þau reka hvern starfsmanninn á eftir öðrum á milli þess sem Bingham á í ástarsambandi við hina víðförulu Alex Goran (Vera Farmiga).

Up in the Air er stórgóð mynd sem skilur þó nokkuð eftir sig. George Clooney er frábær í hlutverki sínu sem skítseyðið Bingham og er í rauninni svo góður að hann fær alla manns samúð. Kendrick er auk þess góð sem hin óveraldarvana Keener og sambandið milli Clooney's og Farmiga er mjög vel leikið og sannfærandi. Starfsfólkið sem er verið að reka er sérstaklega sannfærandi og er það vegna þess að fólkið sem lék það var valið vegna þess að það hafði verið rekið fyrir stuttu í alvörunni og það látið endurupplifa atburðinn.

Ég mæli tvímælalaust með Up in the Air þar sem hún inniheldur stórgóða sögu, leik og persónur.

1 comment: