Jackass 2 er önnur myndin í fullri lengd eftir vitleysingana í Jackass hópnum. Myndin er alveg eins og þættirnir og fyrri myndin þar sem hún hefur engan söguþráð heldur sýnir hún eingöngu klippur af vitleysingum að gera vitlausa hluti. Þrátt fyrir að fylgja sömu formúlu og áður er myndin tvímælalaust betri en sú fyrri og er í rauninni alveg sprenghlægileg. Frjótt ímyndunarafl vitleysinganna og sjálfseyðingarhvöt þeirra myndar fullkomna blöndu af hálfvitaleik sem kitlar hláturtaugarnar allrækilega.
Svo virðist sem Jackass hópurinn styrkist með hverri mynd og er það gott því Jackass 3 er á næsta leiti. Þrátt fyrir það að húmor myndanna hafi oft verið flokkaður sem lélegur og barnalegur þá bíð ég tvímælalaust spenntur eftir næstu mynd.
1½ stig.
ReplyDelete