Sunday, February 28, 2010

Blow

Blow er sönn saga um eiturlyfjabaróninn George Jung (Johnny Depp) og það hvernig hann fór frá því að fikta við gras í það að verða alræmdasti dópsmyglari og sali Bandaríkjanna. Myndin er mjög góð enda saga George Jung alveg ótrúleg og ekki skemmir fyrir stórgóð túlkun Johnny Depp á honum. Sagan er bæði mjög fyndin og dramatísk og hrífur áhorfandann með þar sem Jung fær alla manns samúð. Í rauninni er eins og Jung sé að upplifa ameríska drauminn þar sem hann fer frá engu yfir í það að vera multi milljóner og er í rauninni bara óheppilegt að hann skyldi velja sér þennan vetvang til þess að gera það.

Ég mæli hiklaust með Blow enda er hún stórgóð glæpamynd sem gefur myndum eins og Goodfellas og American Gangster lítið eftir.

1 comment: