Wednesday, February 24, 2010

Into the Blue


Kvikmyndin Into the Blue sem skartar Jessicu Alba í aðalhlutverki fjallar um ungt par sem stundar köfun á Bahama eyjum. Parið finnur fjársjóð í sokknu skipi en að þeim óafvitandi eru kókaínsmyglarar í nágrenninu að leita að flugvél sem hefur brotlent með kókaínfarm og kæra sig ekki um að þau séu að snuðra á svæðinu.

Into the Blue er hræðileg mynd sem er byggð utan um eina heita gellu og einn heitann gaur til þess að raka inn sem miklum pening og hægt er. Myndinni hefur því miður án efa tekis ætlunarverk sitt. Það eina góða við myndina eru flottar neðansjávartökur og áðurnefnd heit gella.

1 comment: