Sunday, February 28, 2010

Cop Out


Cop Out er grín-hasarmynd með Bruce Willis og Tracy Morgan í aðalhlutverki. Myndin fjallar um Jimmy Monroe (Willis) sem ætlar að greiða fyrir brúðkaup dóttur sinnar með fágætu hafnaboltaspjaldi. Allt fer þó í háaloft þegar spjaldinu er stolið og fær hann því félaga sinn Paul Hodges (Morgan) til þess að ná kortinu aftur með sér.

Cop Out er ágætis mynd sem er vel þess virði að horfa á ef maður er í skapi fyrir svona mynd. Willis og Morgan eru báðir góðir í hlutverkum sínum auk þess sem Sean William Scott kemur á óvart. Þó að það sé ekki boðið upp á neitt nýtt með þessari mynd er hún ágætis skemmtun.

1 comment: