Sunday, February 28, 2010

The Invention of Lying


The Invention of Lying er nýjasta mynd grínistans Ricky Gervais og skartar hún honum einnig í aðalhltuverki. Myndin segir sögu af Mark Bellison (Gervais) sem lifir í heimi þar sem lygin hefur ekki verið fundin upp. Einn daginn þegar Bellison er kominn á vonarvöl vegna paningaskorts og veikinda móður sinnar fær hann þá hugdettu að segja eitthvað sem er ekki satt. Í framhaldinu fer Bellison að lifa draumalífinu þar sem hann getur öðlast frægð og peninga með því einu að ljúga og það besta er að allir trúa honum. Það fer þó að síga á ógæfuhliðina fyrir honum þegar hann skáldar óvart upp trúarbrögð (alls óþekktan hlut) á dánarbeði móður sinnar. Á milli þess er hann að reyna að öðlast ást hinnar fögru Anna McDoogles (Jennifer Garner) sem vill lítið með hann hafa og skefur ekki undan því af hverju enda er Bellison lítill og feitur og hún að sjálfsögðu ótrúlega hreinskilin.

The Invention of Lying er ágætis mynd sem býður upp á margar skemmtilegar senur vegna þess hversu fólk er opinskátt of hreinskilið. Myndin verður þó aðeins lakari við gervitrúarbrögð Bellison enda er þetta alls ódulin ádeila á kristni sem verður kannski aðeins of mikil á köflum.

Sem mikill aðdáandi Ricky Gervais horfði ég á þessa mynd með nokkrum væntingum og varð þó ekki fyrir vonbrigðum. Ágætis grínmynd sem fær mann þó til þess að hugsa.

1 comment: