Final Destination er, eins og nafnið gefur til kynna, fjórða myndin í hinum klassíska Final Destination myndabálki. Myndin skartar eins og venjulega alls óþekktum leikurum í aðalhlutverki og er tiltölulega low budget. Skemmtileg nýjung við þessa myn er þó að hana er hægt að horfa á í þrívídd og er það greinilega þannig sem menn hugsuðu sér að myndin mundi græða.
Myndin fylgir nákvæmlega sömu formúlu og hinar myndirnar. Hópur fólks lifir af stórslys af tilviljun og núna er dauðinn á eftir þeim til að klára það sem hann byrjaði á. Þrátt fyrir að fókið eigi við ofurefli að etja reynir það þó að sporna við dauðanum með ýmsum hætti og telja sig hafa tekist það. Það er þó ekki raunin og í staðinn fær áhorfandinn að sjá dauðdaga hvers og eins sem eru oftar en ekki fáránlegir (á góðan hátt) og jaðra oft við splatter.
Final Destiantion 4 er arfaslök mynd sem á þó sína spretti. Get samt ekki sagt að ég mæli með henni.
2 stig.
ReplyDelete