Police Story er hasarmynd með leikaranum Jackie Chan í aðalhlutverki. Í myndinni þarf Jackie að kljást við bíræfinn eiturlyfjabarón sem er að reyna að klína morði uppá hann og Jackie þarf að hreinsa mannorð sitt og halda í kærustuna í leiðinni. Söguþráðurinn er svosem ekki upp á marga fiska en það sem gerir þessa mynd sérstaka eru hasaratriðin. Þau eru öll stórfenglega samansett og mikið gert upp úr því að hafa þau sem flottust þar sem frjótt ímyndnarafl hefur verið notað við gerð þeirra.
Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei verið mikill aðdáandi Jackie Chan en hann öðlaðist mikla virðingu frá mér eftir þessa mynd og þá sérstaklega út af því að hann lék í öllum hasaratriðunum sjálfur og hvílík hasaratriði! Þegar hann stekkur á rafmagnsljósin í verslunarmiðstöðinni er algjört brjálæði enda slasaðist hann alvarlega við gerð þess atriðis en samt ákvað hann að gefast ekki upp og kláraði það með stæl.
Police Story er frábær hasarmynd en hefur lítið annað að bjóða en þennan hasar og því þarf maður að vera í sérstöku skapi til að horfa á hana en ég mæli þó tvímælalaust með henni fyrir ekta hasarmyndaaðdáendur.
2½ stig + mæting.
ReplyDelete