Þrátt fyrir að hafa ekki komist á myndina á sunnudeginum með restinni af kvikmyndagerðarhópnum fór ég á myndina Jóhannes. Myndin er fyrsta verk Þorsteins Gunnars Bjarnarsonar en hann leikstýrði myndinni og skrifaði handritið. Eins og svo oft á við um íslenskar myndir varð ég fyrir vonbrigðum enda hafði ég leyft mér að hafa örlitlar væntingar eftir að hafa séð trailerinn. Mér fannst handritið vera frekar stefnu- og innihaldslaust og í rauninni eins og það væri verið að troða skrítnum bröndurum inn hér og þar bara því að þetta átti að vera grínmynd. Laddi fannst mér ágætur í aðalhlutverkinu og Stefán Karl og Stefán Hallur skiluðu sínu en Unnur Birna ætti ekki að leggja leiklistina fyrir sig. Söguþráðurinn var frekar fyrirsjáanlegur og endirinn eins og í flýti gerður. Klippingin fannst mér ekki nógu góð og hefði mátt gera mun betur á því sviði. Myndin skyldi ekkert eftir sig og var ekki virði þeirra peninga sem ég borgaði til þess að sjá hana. Ekki endilega slæm mynd en hún er mjög langt frá því að vera góð.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2½ stig og mæting.
ReplyDelete