Myndin China Town eftir Roman Polanski kom út árið 1974. Í aðalhlutverkum eru stórleikararnir Jack Nicholson og Faye Dunaway. Myndin er oft flokkuð með bestu myndum allra tíma og er hún meðal annars í sæti númer 61 á topplista imdb.com. Myndion fjallar um einkaspæjarann Jake Gittes sem er ráðinn til þess að koma upp um framhjáhaldandi eiginmann. Gittes vinnur verkið af hendi en áður en hann veit af hefur það flækt hann í vef lyga, blekkinga og spillingar á háu stigi.
Ég skemmti mér konunglega við að horfa á þessa mynd enda var fátt sem hana vantaði. Leikurinn og handritið voru framúrskarandi og þótti mér Jack Nicholson sérstaklega góður sem einkaspæjarinn JJ Gittes. Söguþráðurinn er fjölbreyttur og kemur manni skemmtilega á óvart. Allt í allt er þessi mynd meistaraverk, vitnisburður þeirrar snilligáfu sem Polanski býr yfir enda virðist allt ganga upp.
2½ stig. Og mæting fyrir tímann.
ReplyDelete