Happy End er mjög sérstök mynd sem gerist að öllu leiti afturábak. Ég skemmti mér konunglega við áhorf hennar enda er handritið svo vel skrifað að í staðinn fyrir að rugla mann í öfugri röðinni þá gengur það algjörlega upp. Sérstaklega er þó skemmtilegt að sjá fólk borða og hluti eyðileggjast afturábak og samtölin afturábak eru frábær.
Happy End er ferskur blær í kvikmyndum og eina myndin sem ég hef séð fyrir utan hina frábæru Memento sem byggir á sömu hugmynd þó Happy End hafi að sjálfsögðu komið út langt á undan Memento.
1 stig + mæting.
ReplyDelete