Salinui chueok eða Memories of Murder í leikstjórn Joon-ho Bong fjallar um 2 leynilögreglumenn sem eru að reyna að finna raðmorðingja. Leynilögreglumennirnir svífast einskis við leit morðingjans og nota oft grófar aðferðir til að ná sínu fram, oftast án árangurs.
Myndin hefur mjög flottan drungalegan blæ og það var sennilega það sem mér líkaði best við hana. Leikurinn er auk þess góður og eru það auðvitað persónurnar sem eiga þátt í því að skapa þennan blæ. Ekki var þó laust við að myndin væri langdregin og endirinn fannst mér óneitanlega svekkjandi.
Myndin er þó allt í allt flott glæpasaga sem er vel þess virði að horfa á. Verst er þó að hún er kóresk og nær hún því varla góðri útbreiðslu út fyrir landið þrátt fyrir að hún hafi gert mjög góða hluti í Kóreu.
2½ stig + mæting.
ReplyDelete