Mamma Gógó fjallar um aldraða konu sem greinist með Alzheimers og það hvernig fjölskylda hennar bregst við sjúkdómnum. Gamla konan er alltaf að koma sér í vandræði og því ákveður fjölskyldan að flytja hana á heimili fyrir aldraða. Á meðan er sonur hennar að kljást við fjárhagsvandamál vegna þess að mynd semm hann er nýbúinn að gera er óvinsæl í bíóhúsum.
Mamma Gógó fannst mér ágætis mynd með nokkrum fyndnum atriðum en þau náðu að sjálfsögðu ekki að skyggja á það hversu ömurlegur þessi sjúkdómur er. Það var mjög sorglegt að sjá gömlu konuna sökkva dýpra í sjúkdóminn og var það túlkað mjög vel af Kristbjörgu Kjeld.
Bjarnfreðarson fjallar um líf hins kostuglega vaktaþríeykis eftir fangelsisvistina og uppeldi Georgs Bjarnfreðarsonar. Leikararnir fara sem fyrr á kostum og þykir mér myndin alls ekki síðri en þættirnir. Það sem kom mér á óvart var hversu vel myndin var gerð og hvað hljóðið var gott en það hefur oft vantað í íslenskar kvikmyndir.
Mér þótti myndin frábært framhald á þáttunum og það vara gaman að fá að skyggnast inn í líf fólksins sem gerði Georg að því sem hann er.
Ég biðst afsökunar á því hversu seint þetta blogg kemur en ástæðan er sú að ég var löngu búinn að ákveða að fara með fjölskyldunni á þessar myndir og fór því ekki með kvikmyndagerðarhópnum. Það hafðist þó ekki fyrr en nýlega.
4 stig + mæting.
ReplyDelete