Sunday, January 31, 2010

Arrested Development



Arrested Development eru stórkostlegir þættir sem fjalla um  - eins og greint er frá í introinu - um ríka fjölskyldu sem missir allt og soninn sem verður að halda þeim saman. Þessi sonur er Michael Bluth (Jason Bateman) og virðist hann vera sá eini í fjölskyldunni sem getur flokkast sem eðlilegur. Aðrar frábærar persónur er bróðir hans; misheppnaður töframaður að nafni GOB (Will Arnett); sonur hans George Michael (Michael Cera) sem er bálskotinn í frænku sinni Mabey (Alia Shawkat) og fjölskyldufaðirinn George Bluth (Jeffrey Tambor) sem steypti fjölskyldufyrirtækinu í vandræði með því að selja Írökum hús.

Gerðar hafa verið 3 seríur af þáttunum og gegnumgangandi söguþráður í þeim öllum er að Michael er að reyna að bjarga fjölskyldunni og fyrirtækinu frá glötun. Enginn meðlimur fjölskyldunnar gerir sér grein fyrir því hvað Michael er að gera mikið og halda vitleysunni áfram sem felur t.d. í sér endalausar flóttatilraunir föðursins úr fangelsi. Því miður er ekki hægt að setja inn brot úr þættinum sem gæti lýst þessu því þau eru strax tekin af youtube (ég reyndi).

Aðdáendur þáttanna voru miður sín þegar þeir komust að því að framleiðslu þáttanna var hætt eftir 3. seríuna en þrátt fyrir þetta hafa vinsældir þáttanna aðeins aukist og í raun fengið ákveðinn "cult status" og þessvegna á nú að gera bíómynd eftir þáttunum.

Arrested Development eru frábærir þættir sem enginn ætti að láta framhjá sér fara enda hef ég ekki ennþá heyrt neinn segja slæman hlut um þá.

1 comment: