Friday, April 16, 2010

Buffalo Soldier

Buffalo Soldier er stuttmynd frá árinu 2010 í leikstjórn Hlyns Árnasonar, Tryggva Tómassonar og Árna Gunnars Eyþórssonar. Myndin var unnin sem lokaverkefni fyrir kvikmyndagerðaráfanga við Menntaskólann í Reykjavík.

Í fyrstu virðist Buffalo Soldier ekki fjalla um mikið. Aðalleikarinn, Árni Gunnar, fer í stutt ferðalag undir áhrifum ýmissa vímuefna sem endar með ósköpum. Þegar betur er að gáð er þó hægt að sjá ýmislegt út úr myndinni. Það fyrsta sem væri vert að taka eftir er að myndinni er skipt upp í fjóra parta sem hver fyrir sig túlkar ákveðið vímuefni.

Í fyrsta hlutanum er vímuefninu maríjúana gert hátt undir höfði. Aðalsöguhetjan skemmtir sér konunglega á frekar saklausan hátt undir áhrifum þess. Tónlistin sem hljómar er lagið Buffalo Soldier eftir Bob Marley en titill myndarinnar vísar einmitt í það lag og Bob Marley er þekktur notandi maríjúana. Undir lok fyrsta hluta er söguhetjan þó orðin leið á áhrifum maríjúana og sækist í hina meira spennandi sýru. Fyrsta hluta líkur þegar hún fer í mók vegna fyrstu áhrifa efnisins.

Annar hluti byrjar þó snögglega þegar söguhetjan horfir á bjarta liti, magnað af áhrifum lyfsins, og þykir mikið til koma. Undir áhrifum sýrunnar er veruleikinn allt annar og það sem átti að sefa hungur söguhetjunnar í fyrsta hluta, Lucky Charms, er nú orðið mögulegt efni sem má misnota líka. Blandað saman við áfengi verður þetta sterk blanda sem söguhetjan veilar sér ekki við að sprauta í augað á sér enda undir áhrifum sterks veruleikatruflandi lyfs. Annar hluti endar á ruglingi og hröðum skotum, aðalsöguhetjan veit vart hvert hún er að fara eða hvað hún er að gera og athafnir hennar eru algjörlega handahófskenndar. Öðrum hluta lýkur snögglega og áhrofandinn er skilinn eftir í óvissu um það hvort söguhetjan muni lifa þetta ef enda er hún á heljarþrömm. Lagið sem hljómar undir er 4 með Aphex Twin og er mjög hratt tempó á því í samræmi við þennan hluta þar sem hann er allur spilaður í fast forward.

Þriðji hluti sækir svolítið aftur í fyrsta hluta, hann byrjar á mellow lagi líkt og sá fyrsti en ennþá er ekki allt með feldu. Þriðji hluti er í rauninni nokkurs konar samblanda fyrstu tveggja hlutanna. Rólegheit maríjúana reykingamannsins blandast saman við ofskynjanir sýruneytandans þar sem aftaka breytist í leik barns á róluvelli. Undir lok þriðja hluta hleypur söguhetjan með haus leikfélaga síns í gervi Osama Bin Laden og alls er óvíst um hvort þetta hafi verið alvöru persóna gerð að hinum ógnvænlega hryðjuverkamanni gegnum áhrif sýrunnar eða hvort hann er ímyndun ein. Lagið sem hljómar í þessum kafla er Don't Worry Be Happy með Bobby McFerrin og með því er reynt að ná aftur í afslappað viðmót fyrsta hluta.

Seinasti hlutinn er stystur en jafnframt truflaðastur. Söguhetjan vaknar aftur í herberginu sínu og kemur þá í ljós að maðurinn sem var tekinn af lífi er töluvert raunverulegur og söguhetjan hefur lagt haus hans á borðið í ofskynjunarvímu sinni. Þegar hann vaknar er hann samt orðinn svo sturlarður að eiturlyfjanotkun sinni að hann hefur misst öll tök á raunveruleikanum og í stað þess að hringja t.d. á lögreglu eða reyna að losa sig við hausinn gefur hann hausnum sígarettu. Seinasta skot myndarinnar er svo það sem sýnir best hversu djúpt söguhetjan er sokkin þar sem hún klippir af sér tunguna af engri sérstakri ástæðu annarri en að hún veit ekki betur.

Skemmtilegt er að taka eftir litrófi myndarinnar. Fyrsti hlutinn er grænn í samræmi við maríjúanareykingar en grænt maríjúanalauf táknar oft það eiturlyf. Þegar í annan hluta er komið er hinn tilfinningaríki og heiti rauður notaður til þess að undirstrika ákefðina í sýruneyslu. Hinn skrýtni guli litur er notaður þegar áhorfandinn veit ekki hvað hann á að halda í þriðja hluta og fjórði hlutinn er mjög blár og dökkur í samræmi við ömurleikann sem hann táknar.

Með þessu móti má líkja hlutunum fjórum við árstíðirnar. Fyrsti hluti er vorið þar sem allt er að verða grænt og gott, hamingjusamasti partur myndarinnar. Annar hlutinn er sumarið þar sem allt er á fleygiferð og þriðja skotið er haustið sem er samblanda allra árstíða. Fjórða skotið er þá að sjálfsögðu veturinn sem er blár og dökkur tekur án útskýringa eða ástæðu.

Að lokum fylgir myndin sjálf til hliðsjónar


Buffalo Soldier from Hlynur Arnason on Vimeo.

1 comment:

  1. Bráðskemmtileg mynd. Sérstaklega fannst mér annar hlutinn flottur. Og flott færsla um myndina. 8 stig.

    ReplyDelete