Some Like It Hot er gamanmynd frá árinu 1959 í leikstjórn Billy Wilder. Með aðalhlutverk fara Marilyn Monroe, Tony Curtis og Jack Monroe. Myndin fjallar um 2 tónlistarmenn sem verða vitni að morði af hendi mafíunnar. Til að komast undan klæðast þeir í drag og ganga í kvennahljómsveit. Á leiðinni til Miami með hljómsveitinni verður svo annar þeirra ástfanginn af öðrum hljómsveitarmeðlim og beitir ýmsum bellibrögðum til að næla í hana. Að lokum kárnar gamanið þegar mafían heldur ráðstefnu á hótelinu þar sem hljómsveitin er að spila og endar þetta allt í bráðskemmtilegum hasar.
Enskukennarinn minn í grunnskóla er mikill áhugamaður um kvikmyndir og ákvað hann að sýna okkur þessa eitt sinn. Rétt eins og þá skemmti ég mér konunglega við áhorf myndarinnar og jafnvel betur núna þegar ég skildi meira. Einn skemmtilegur hlutur sem enskukennarinn minn komst ekki hjá að láta út úr sér var sá að Jack Lemmon hafi í alvörunni haft mjög gaman af því að klæða sig í drag en ég sel það ekki dýrar en ég keypti það. Frábær gamanmynd með frábærum leikurum og skemmtilgum söguþræði.
3 stig + mæting
ReplyDelete