Paranormal Activity er hryllingsmynd gerð af Oren Peli. Myndin var gríðarlega ódýr í framleiðslu en hún kostaði aðeins 15000$. Þessi ódýri framleiðslukostnaður stafaði af því að myndin er nær eingöngu tekin upp í einu húsi sem er hús leikstjórans og aðalleikaranir eru vinir leikstjórans. Myndin hefur fengið mikla umfjöllun og hefur verið "hype-uð" rosalega upp.
Ég var hrifinn af Paranormal Activity enda er hér á ferð mjög low-budget mynd sem virkar frekar vel. Söguþráðurinn er ágætur en myndin fjallar um par sem lifir góðu lífi í Bandaríkjunum. Konan hefur þó þann vangalla að henni fylgir alltaf einhver draugur sem hún getur ekki losað sig við, hversu oft sem hún flytur. Parið ákveður í sameiningu að reyna að taka þennan draug upp á kvikmyndatökuvél og láta hana rúlla á nóttunni enda er það þá sem vætturinn lætur sjá sig. Myndin skiptist í dag og nótt þar sem skringilegir atburðir gerast á nóttunni og parið horfir á þessa skrýtnu atburði á daginn. Alvara atburðanna fer stigmagnandi og alltaf verður meira spenna eftir því sem hver nótt líður.
Ég var hrifinn af Paranormal Activity enda er hér á ferð mjög low-budget mynd sem virkar frekar vel. Söguþráðurinn er ágætur en myndin fjallar um par sem lifir góðu lífi í Bandaríkjunum. Konan hefur þó þann vangalla að henni fylgir alltaf einhver draugur sem hún getur ekki losað sig við, hversu oft sem hún flytur. Parið ákveður í sameiningu að reyna að taka þennan draug upp á kvikmyndatökuvél og láta hana rúlla á nóttunni enda er það þá sem vætturinn lætur sjá sig. Myndin skiptist í dag og nótt þar sem skringilegir atburðir gerast á nóttunni og parið horfir á þessa skrýtnu atburði á daginn. Alvara atburðanna fer stigmagnandi og alltaf verður meira spenna eftir því sem hver nótt líður.
Leikurinn er fínn og skemmtilegt var að sjá hvað samband parsins er "ekta" enda eru þau par í alvörunni. Það sem mér fannst líklegast best við myndina er að draugurinn er aldrei sýndur en það er það sem flestar hryllingmyndar klikka á. Þegar búið er að byggja upp spennuna rétt þá geta tæknibrellur aldrei jafnast á við ímyndunarafl áhorfandans svo maður verður alltaf fyrir vonbrigðum.
Paranormal Activity er góð mynd sem sýnir að góð hugmynd er alltaf betri en góðar tæknibrellur. Þrátt fyrir þetta verð ég að segja að hún er ekki næstum því jafn hryllileg og hún er sögð vera og mér finnst hún klárlega of "hype-uð".
Paranormal Activity er góð mynd sem sýnir að góð hugmynd er alltaf betri en góðar tæknibrellur. Þrátt fyrir þetta verð ég að segja að hún er ekki næstum því jafn hryllileg og hún er sögð vera og mér finnst hún klárlega of "hype-uð".
Mér hafði skilst af einhverri grein sem ég las að eitthvað hafði verið sýnt sem að gróf undan hryllileikanum, hélt það hefði verið draugurinn. Sjálfur verð ég að fara að kíkja á þessa mynd...
ReplyDeleteÁgæt færsla. 5 stig.