Sunday, September 6, 2009

Reykjavík Whale Watching Massacre



Nú er ég nýkominn úr bíóinu eftir að hafa séð fyrstu "hrollvekju" sem hefur verið gerð á Íslandi og ég er einfaldlega í sjokki. Þetta er ein sú allra versta mynd sem ég hef séð í langan tíma. Það sem þarf að nefna fyrst er leikurinn, ég sá ekki einn einasta leikara í þessari mynd sem stóð sig vel, hvað þá yfir meðallagi. Næst á eftir kemur persónusköpunin sem var hörmuleg, maður hafði ekki samúð með neinni persónu og var þessvegna alveg sama þegar hinn og þessi útlendingur féll fyrir hendi álíka illra skapaðra morðingja. Söguþráðurinn fannst mér sundurlaus og atburðirnir gerðust allir í belg og biðu.

Samt voru nokkrir ljósir punktar í henni enda mætti segja að þessi mynd sé svo slæm að hún er svolítið góð. Atriðið þar sem blökkumaðurinn lýsir því yfir að hann sé samkynhneygður er til dæmis eitt það fyndnasta sem ég hef séð en það er samt fyndið af röngum ástæðum.

Mér sýnist þetta einfaldlega vera semi-splatter mynd sem tekur sig alltof alvarlega og verður skítléleg fyrir vikið. Hún fær eina stjörnu frá mér fyrir það að láta hval drepa manneskju með því að draga hana á björgunarbát ofan í sjó.

1 comment:

  1. Hvað getur maður sagt?

    Mér fannst hún ekki hræðileg, en ég bjóst við meiru.

    Persónulega fannst mér Helgi Björns sleppa ágætlega frá sínu, hann var alls ekkert svo slæmur. Aðrir leikarar voru flestir fantaslakir.

    3 stig

    Þessi mynd minnti mig soldið á Ozploitation myndina sem var sýnd á seinasta RIFF, Long Weekend. Í henni voru persónurnar svo ömurlega leiðinlegar að maður bara beið eftir því að þær myndu drepast. Ég held að pælingin í RWWM hafi að hluta til verið sú að maður átti ekki að finna til með persónunum (nema kannski Annette), heldur beinlínis fagna því þegar þær voru drepnar. Svo má spyrja sig hvort það sé góð hugmynd... Persónulega held ég ekki, því það er ákveðin hætta á því að áhorfendur lifi sig ekki almennilega inn í myndina ef þeir samsama sig ekki persónunum, og ef þeir horfa á hana úr íronískri fjarlægð eru þeir mun gagnrýnni á það sem misferst (eins og flestir kvikmyndagerðarnemendurnir voru í gær).

    ReplyDelete