1. Fight Club
Self improvement is masturbation. Now self destruction...
Fyrsta og eina myndin sem ég númera á þessum lista er Fight Club. Það er einfaldlega svo margt um hana sem mér líkar við, leikurinn er góður, plottið er framúrskarandi og síðast en ekki síst eru það smáatriðin sem ég hef sérstaklega gaman af. Í hvert skipti sem ég horfi á hana aftur (sem er oftar en ég hef tölu á), þá sé ég eitthvað nýtt. Það skemmir svo ekki fyrir hvað myndin er stútfull af skrýtnum fróðleik, hvaða önnur mynd kennir manni að brjótast inn í hús með freoni eða að búa til napalm (reyndar er uppskriftin í myndinni röng af öryggisástæðum en í bókinni er hún rétt)? Það er einfaldlega eitthvað við þessa mynd sem gerir það að verkum að ég get horft á hana aftur og aftur og í hvert einasta skipti verður hún betri.
2.-10.
Næstu níu myndir listans eru ekki í neinni sérstakri röð enda fer það mjög mikið eftir því í hvernig stuði ég er í hvar ég mundi raða þeim niður.
American Psycho
Jean: What's that?
Patrick Bateman: Duct tape. I need it for... taping something.
Frábær mynd um hinn snargeðveika Patrick Bateman. Christian Bale stendur sig mjög vel í þessu hlutverki og túlkar geðveikina á frábæran hátt. Undirliggjandi húmorinn í myndinni er snilld og þá sérstaklega nafnspjalda atriðið. Góður endir sem er hægt að túlka á ýmsa vegu.
Sin City
The Valkyrie at my side is shouting and laughing with the pure, hateful, bloodthirsty joy of the slaughter... and so am I.
Ég er mikill aðdáandi myndasögunnar og myndin gefur henni ekkert eftir. Hún er skotin nákvæmlega eins og myndasagan sjálf og því er einfaldlega eins og myndirnar hafi lifnað við. Hún lítur mjög vel út og er eitursvöl, ég get varla beðið eftir 2 og 3.
Snatch
You show me how to control a wild fucking gypsy and I'll show you how to control an unhinged, pig-feeding gangster.
Mér finnst fátt skemmtilegra en góð bresk gangstermynd eftir Guy Ritchie og mér þykir þessi sú besta. Brick Top þykir mér einn skemmtilegasti karakter sem hefur verið gerður og svo er plottið framúrskarandi.
Pulp Fiction
Oh, I'm sorry, did I break your concentration?
Uppáhaldsmyndin mín eftir Quentin Tarantino, frábærlega vel skrifuð, snilldar samtöl og persónur. Sögurnar eru tvinnaðar saman á skemmtilegan hátt. Tvíeykið Jules Winnfield og Vincent Vega er frábært.
Donnie Darko
Donnie: Why do you wear that stupid bunny suit?
Frank: Why are you wearing that stupid man suit?
Frábær mynd sem fær mig alltaf til þess að hugsa. Ég elska endinn þar sem Donnie ákveður að fórna sér fyrir fólkið sem hann elskar. Atriðið með Mad World lætur mig alltaf fá svakalegan hroll.
Shi mian mai fu (The House of Flying Daggers)
A rare beauty in the North. She's the finest lady on earth. A glance from her, the whole city goes down. A second glance leaves the nation in ruins. There exists no city or nation that has been more cherished than a beauty like this. A rare beauty in the North. She's the finest lady on earth. A glance from her, the whole city goes down. A second glance leaves the nation in ruins. There exists no city or nation that has been more cherished than a beauty like this.
Fallegasta mynd sem ég hef séð. Hvert atriði er stærra og meira sjónarspil en hið fyrra. Yfirnáttúruleg bardagaatriðin eru frábærlega súrrealísk og maður þarf að vera í sérstöku stuði til að njóta hennar fyllilega. Þessa þarf að horfa á í góðum gæðum á stórum og góðum skjá.
Saving Private Ryan
Fuck Ryan.
Ég hef elskað þessa mynd síðan ég sá hana þegar ég var 8 ára gutti. Besta stríðsmynd sem hefur verið gerð.
In Bruges
Maybe that's what hell is, the entire rest of eternity spent in fucking Bruges.
Ein fyndnasta mynd sem ég hef séð. Kolsvartur húmorinn er túlkaður á framúrskarandi hátt af Colin Farrell. Ekki skemmir fyrir að ég hef komið til Bruges og bærinn er nákvæmlega eins og honum er lýst.
Hauru no ugoku shiro (Howl's Moving Castle)
Sophie: All right Calcifer, lets get cooking.
Calcifer: I don't cook! I'm a scary and powerful fire demon!
Ég er mikill aðdáandi Hayao Miyazaki og mér þykir þessi mynd sú besta eftir hann. Rosalega falleg saga sem er betrumbætt með frábærri tónlist. Fáir sem ég þekki eru tilbúnir til að horfa á anime en þeir sem gera það hafa ekki séð eftir því.
Nokkuð skemmtilegur listi. Minnir mig á að ég á enn eftir að sjá In Bruges.
ReplyDeleteÁgætis form á umfjölluninni. Vantar bara myndir.
5 stig.